Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 September

03.09.2014 13:59

Af Þúfu í Reykjavík og Hjallastefnu hinni nýju

 

.

 

Af Þúfu í Reykjavík og Hjallastefnu hinni nýju 

 

Umhverfislistaverkið Þúfa

Umhverfislistaverkið Þúfa eftir Ólöfu Nordal var formlega vígt 21. desember 2013 að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og fjölda gesta.

Þúfa stendur við vestanverða innsiglinguna að Reykjavíkurhöfn. Gegnt Hörpu er grasi vaxinn hóll með steinþrepum sem leiða upp á topp hans.

Þar er lítill fiskhjallur en gert er ráð fyrir að í honum verði þurrkaður hákarl og annar fiskur.

Hóllinn er 26 metrar í þvermál og 8 metra hár.

Í verkið fóru um 2400 rúmmetrar af jarðefni og efnismagnið vegur um 4.500 tonn.Menningar-Staður var við Reykjavíkurhöfn á dögunum og myndaði Þúfuna og Hjallastefnuna hina nýju.
Myndaalbúm er komið hér inná Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: 
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/265034/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

03.09.2014 11:30

 

Eyrbekkingurinn Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, sá um að opna stöðina á Selfossi. Ljósmynd/OR

 

Fyrsta hraðhleðslustöðin á Suðurlandi opnuð

 

Ökumenn rafbíla geta nú hlaðið bílinn á nýrri hraðhleðslustöð sem Orka náttúrunnar (ON) hefur sett upp í samstarfi við Olís á Selfossi. Þetta er áttunda stöðin af tíu sem ON mun halda úti á Suður- og Vesturlandi.

Fyrir eru stöðvar við höfuðstöðvar ON að Bæjarhálsi 1, við bifreiðaumboð BL við Sævarhöfða, við Smáralind, við Skeljung á Miklubraut, á Fitjum í Reykjanesbæ, við IKEA í Garðabæ og í Borgarnesi.

Eyrbekkingurinn Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, sá um að opna stöðina á Selfossi. Hann hefur átt rafmagnsbíl í tæpt ár. Hraðhleðslustöðvarnar gera honum kleift að komast allra ferða sinna án nokkurra vandkvæða og telur hann þær lykilþátt í að hraða rafbílavæðingu á Íslandi. Með tilliti til umhverfissjónarmiða og fjárhagslegs sparnaðar séu rafbílar það eina rétta fyrir íslenskt framtíðarsamfélag.

Jón Halldórsson forstjóri Olís segir að opnun hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla sé liður í stefnu félagsins að auka aðgengi viðskiptavina að umhverfisvænum og endurnýjanlegum orkugjöfum.

Tíu nýir rafbílar á mánuði
Frá áramótum hafa tíu rafbílar bæst við bílaflota Íslendinga mánaðarlega. Fjölbreytt framboð rafbíla hefur aukist verulega síðustu mánuði. Hjá Norðmönnum er nú 21 rafbílategund á markaði. Þróunin er svipuð hér á landi.

Rekstur rafbíla sparar peninga og minnkar útblástur. Á vef Orkuseturs er að finna reiknivél sem ber orkukostnað rafbíla saman við orkukostnað annarra bifreiða. Reiknivélin segir jafnframt til um hverju munar í útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Hraðhleðsluverkefni ON er unnið í samstarfi við BL ehf. og Nissan Europe, sem lögðu hleðslustöðvarnar endurgjaldslaust til verkefnisins. Orka náttúrunnar sér um uppsetningu þeirra og rekstur. 

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um allt land og rekur fjórar virkjanir; jarðvarmavirkjanirnar á Hellisheiði og Nesjavöllum og vatnsaflsvirkjanirnar í Andakílsá og Elliðaám. Auk rafmagnsframleiðslu framleiða jarðvarmavirkjanirnar heitt vatn fyrir hitaveituna. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.

Af www.sunnlenska.is

Skráð af Menningar-Staður

03.09.2014 06:51

Heilbrigðisstofnun Suðurlands 10 ára

 

 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands 10 ára

 

Þann 1. september 2014 voru 10 ár liðin frá stofnun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem varð til með sameiningu átta heilsugæslustöðva og eins sjúkrahúss á Suðurlandi.

Allan septembermánuð verður farand-veggspjaldasýning á öllum starfsstöðvum stofnunarinnar til kynningar fyrir gesti og gangandi á fjölbreyttri starfsemi HSu. Sýningin byrjar á Kirkjubæjarklaustri og færist svo stöð af stöð í september og lýkur á Selfossi. Á hverri starfstöð verður opið hús við opnun veggspjaldasýningarinnar. Almenningi er boðið að kynnast fjölbreytileika starfsemi þessarar lífæðar Sunnlendinga.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands heldur áfram að eflast og dafna í þágu skjólstæðinga sinna. Þann 1. október mun starfsfólk HSu bjóða nýtt samstarfsfólk velkomið við sameiningu stofnunarinnar við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Höfn og Heilbrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum og hefst þá nýr kafli í sögu stofnunarinnar.
 

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

03.09.2014 06:35

Hvernig getum við bætt menntun barnanna okkar?

 

Illugi Gunnarsson.

 

Hvernig getum við bætt menntun barnanna okkar?

 

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heldur opna fundi um Hvítbók um umbætur í menntamálum um allt land á næstunni.

Þegar hafa verið haldnir fundir í Borgarnesi og á Akranesi, sem tókust vel að mati ráðherrans. Hann hefur lagt áherslu á þau meginmarkmið að bæta árangur í lestri, bæta námsframvindu í framhaldsskólum og efla verk- og tækninám.

„Framtíðarsýn okkar er að ungt fólk á Íslandi hafi sömu möguleika til þess að lifa og starfa í síbreytilegum heimi og jafnaldrar þess í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Til að svo megi verða þarf að veita nemendum á Íslandi tækifæri til menntunar í menntakerfi sem stenst samanburð við það sem best gerist erlendis“.

 

 

Dagskrá, með fyrirvara um breytingar:

 

Miðvikudagur 3. september

kl. 17:00               Hveragerði – HÓTEL ÖRK

kl. 20:00               Selfoss – TRYGGVASKÁLI

Laugardagur 6. september

kl. 11:00               Akureyri – BLÁA KANNAN

kl. 16:00               Húsavík – Veitingahúsið SALKA

Sunnudagur 7. september         

kl. 12:00               Siglufjörður – KAFFI RAUÐKA

kl. 16:00               Sauðárkrókur – KAFFI KRÓKUR

Mánudagur 8. september

kl. 17:00               Grindavík – Auðlinda- og menningarhúsið KVIKAN

kl. 20:00               Reykjanesbær – STAPI

Mánudagur 15. september

kl. 12:00               Ísafjörður – HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR

Þriðjudagur 16. september 2014

kl. 20:00               Grundarfjörður – SAMKOMUHÚSIÐ

Miðvikudagur 17. september 2014

kl. 12:00               Egilsstaðir – HÓTEL HÉRAР

Af www.stjornarrad.isSkráð af Menningar-Staður

03.09.2014 06:29

FLEIRI FERÐAMENN EN ALLT ÁRIÐ 2012

 

 

FLEIRI FERÐAMENN EN ALLT ÁRIÐ 2012

 

 

Myndrit um fjölda ferðamanna í ágústÞótt enn sé þriðjungur eftir af árinu eru erlendir ferðamenn orðnir fleiri en árið 2012, fyrir aðeins tveimur árum. Þeir voru 153.400 í ágúst, samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem gerir tæplega 700 þúsund ferðamenn frá áramótum.

Aukningin í ágúst nemur 16,4% milli ára. Vart þarf að taka fram að aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið hér í ágúst og nú og raunar aldrei fleiri í einum mánuði frá upphafi.

Bandaríkjamenn og Þjóðverjar fjölmennir

10 fjölmennustu þjóðernin myndritBandaríkjamenn voru líkt og undanfarna mánuði fjölmennastir eða 14,7% af heildarfjölda ferðamanna í ágúst en fast á eftir fylgja Þjóðverjar með 12,6% af heild. Skáru þessar tvær þjóðir sig nokkuð úr en næst komu Frakkar (9,8%), Bretar (7,3%), Ítalir (5,1%) og Spánverjar 4,7%. Samtals voru 10 fjölmennustu þjóðernin með 69% af heildarfjölda ferðamanna.

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Frökkum, Kanamönnum, Kínverjum, Ítölum og Spánverjum mest. Þessar sex þjóðir voru með um helming af fjölgun ferðamanna í ágúst.

Tvívegis álíka fjölgun í ágúst

Fjöldi ferðamanna eftir markaðssvæðumFerðamenn voru ríflega þrisvar sinnum fleiri í ágúst í ár en þeir mældust í sama mánuði árið 2002, þegar talningar Ferðamálastofu hófust. Fjölgun hefur verið öll ár á þessu tímabili, að árinu 2010 frátöldu, og tvívegis hefur þeim fjölgað álíka á milli ára en nú, þ.e. í ágúst 2003 og 2007. Sex sinnum á þessu tímabili hefur fjölgunin verið yfir 10% á milli ára.

Þegar einstök markaðssvæði eru skoðuð má sjá góða fjölgun frá öllum svæðum. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mest en þeir hafa hátt í þrefaldast. Bretar og þeir sem taldir eru sameiginlega undir „Annað“ hafa u.þ.b. tvöfaldast. Líkt og undanfarin ár eru ferðamenn frá Mið- og Suður Evrópu fjölmennastir í ágúst og þeim hefur fjölgað um 50% frá 2010. Norðurlandabúum hefur fjölgað sínu minnst frá frá árinu 2010, eða um 17%.

546 þúsund ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa tæplega 700 þúsund farið frá landinu um Keflavíkurflugvell, nánar tiltekið 699.810 eða um 133 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 23,5% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; N-Ameríkönum og Bretum hefur fjölgað mest, hvorum um sig um u.þ.b. 35%, Mið- og S-Evrópubúum um 15%, og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 30%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 8,6%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 37 þúsund Íslendingar fóru utan í ágúst síðastliðnum, nokkru færri en í júlí og nánast jafn margir og í ágúst í fyrra. Frá áramótum hafa 261 þúsund Íslendingar farið utan eða 8,7% fleiri en á sama tímabili árið 2013.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Tafla yfir fjölda ferðamanna

 

02.09.2014 22:41

Réðst á samfanga sinn með mannasaur

 

 

LItla -Hraun á Eyrarbakka

 

Réðst á samfanga sinn með mannasaur

 

Dómsmál

Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur síbrotamönnunum Baldri Kolbeinssyni og Eggerti Kára Kristjánssyni fyrir árás á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson.

 

Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur síbrotamönnunum Baldri Kolbeinssyni og Eggerti Kára Kristjánssyni fyrir árás á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson, hófst í gær í Héraðsdómi Suðurlands. Árásin átti sér stað á Litla-Hrauni í september í fyrra.

Matthías bar fyrir sig minnisleysi í vitnaleiðslum í gær. Hann sagðist ekki muna hvaða áverka hann hefði hlotið vegna árásarinnar en samfangar hans, Baldur og Eggert, munu hafa greitt honum ótal högg í andlit og höfuð. Notuðu þeir meðal annars lás til verksins.

"Ég er ekki læknir. Ég er með fullt af örum á líkamanum," sagði Matthías í vitnaleiðslum, aðspurður hvort hann hefði hlotið einhver ör á líkama við árásina.

 

Í gær hófst einnig aðalmeðferð við héraðsdóm í öðru máli á hendur Baldri, fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn í fangelsinu í maí á síðasta ári. Baldri er í því máli gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband.

Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-Hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus.


Fréttablaðið þriðjudagurinn 2. september 2014
 

 

Litla-Hraun á Eyrarbakka.

Skráð af Menningar-Staður

02.09.2014 06:49

Lokin hjá Sigga Björns á Bornholm þetta sumarið


Siggi Björns og Keith Hopcroft.

 

Lokin hjá Sigga Björns á Bornholm þetta sumarið

 

This wednesday I'm plaining my last evening this year in Bakkarøgeriet.  This is the evening where everything can happen. 

Keith Hopcroft is joining me for the evening, and who knows what happens and who shows up to take part… one thing is sure..it's going to be loud and clear...

Siggi Björns á Bornholm

 

Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartarson voru með tónleika að Stað á Eyrarbakka í lok maí 2014

í tengslum við afmælisþing Hrútavinafélagsins 15 ára.

.


 

Skráð af Menningar-Staður

02.09.2014 06:38

2. september 1845 - Heklugos hófst

 

 

2. september 1845 - Heklugos hófst

 

Heklugos hófst þann 2. september 1845 eftir 77 ára hlé og stóð til næsta vors.

„Hryggur Heklu rifnaði að endilöngu og á sprungunni mynduðust fimm gígir,“ sagði í ritinu Landskjálftar á Íslandi.

Næsta gos varð rúmri öld síðar.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 2. september 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

02.09.2014 06:34

2. september 1625 - Kötlugos hófst

 

 

2. september 1625 - Kötlugos hófst

 

Gos hófst í Kötlu í Mýrdalsjökli þann 2. september 1625 með ógnarlegu vatnsflóði og ísreki.

Eldgangurinn var svo mikill að líkt var og „allt loftið og himnarnir mundu í sundur springa,“ eins og segir í Skarðsárannál.

Þegar öskufallið var mest „sá enginn annan þó í hendur héldist þá hæstur dagur var“. Kyrrð komst á 14. september.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 2. september 2014 - Dagar Íslands Jónas Ragnarsson

Skráð af Menningar-Staður

02.09.2014 06:32

Allar dúfurnar skiluðu sér heim

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Allar dúfurnar skiluðu sér heim

 

Síðastliðinn laugardag  - 30. ágúst 2014-  stóð Suðurlandsdeild Bréfdúfnafélags Íslands fyrir keppni þar sem bréfdúfur kepptu um það hver þeirra skilaði sér á áfangastað á bestum tíma. Alls var 64 fuglum sleppt í Vestmannaeyjum og heima biðu eigendur dúfnanna eftir að þær skiluðu sér. „Keppendur voru fjórir og fór fyrsta sætið til Helga Bergvinssonar á Selfossi, í öðru sæti varð Hlöðver Þorsteinsson á Eyrarbakka og í því þriðja varð Þór Ólafur í Hveragerði,“ segir Ragnar Sigurjónsson dúfnaþjálfari sem sjálfur var í fjórða sæti með sínar dúfur.

Þær dúfur sem lengst flugu fóru 77 kílómetra leið sem er frá Vestmannaeyjum til Hveragerðis en meðalhraðinn var um 800 metrar á mínútu sem er heldur hægara en við bestu veðurskilyrði en þá geta þær farið um 1200 metra á mínútu. Ragnar býr í Gaulverjabænum, rétt utan við Selfoss og kom fyrsta dúfan hans heim klukkan 14:47 en þeim var sleppt í Eyjum klukkan 12:30.

Að þessu sinni voru ekki eingöngu bréfdúfur að keppa heldur voru bjargdúfur, villtar dúfur, með í keppninni í fyrsta skipti hér á landi. „Þær skiluðu sér allar heim en þær voru ekkert á góðum tíma. En okkur fannst mjög merkilegt að þær skyldu skila sér,“ segir Ragnar. Ratvísi dúfna af villtum stofni ætti því ekki að draga í efa.

„Þær eru náttúrulega ekki bréfdúfur en bréfdúfur fljúga mjög hratt. Þetta er meiri þolraun fyrir bjargdúfurnar af því þær hafa aldrei flogið yfir haf áður,“ segir Ragnar Sigurjónsson um Suðurlandskeppnina.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 2. september 2014

Til hægri er Hlöðver Þorsteinsson á Eyrarbakka og Gerða Ingimarsdóttir í Vesturbúðinni.


Skráð af Menningar-Staður